Ferðamennirnir í stað þorsksins í frystihúsið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2016 20:45 Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45