Árni Páll: Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 21:30 Árni Páll Árnason. Vísir/Pjetur Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira