Stéttarfélög að drukkna í málum sem snúa að ferðaþjónustu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 21:45 Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Vísir/Pjetur Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæp fjörutíu prósent á meðan störfum í landinu hefur fjölgað um sex prósent. Stór hluti starfsfólks í ferðaþjónustu eru ungt fólk og erlendir ríkisborgarar. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum í veitingageiranum eru undir þrítugu og ríflega fjórðungur starfsmanna ferðaþjónustu eru útlendingar. Forsvarsmenn stéttarfélaga eru að drukkna í málum sem snúa að launarétti og félagslegu undirboði ferðaþjónustufyrirtækja. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins. Eitt af hverjum tíu störfum í landinu er talið vera í ferðaþjónustu og breytingin mikil á stuttum tíma. Stéttarfélög hafa ítrekað bent á bresti í kjaramálum starfsfólks ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir aukið eftirliti hafa skilað árangri en að gera þurfi mun betur. Í flestum tilfellum er um að ræða grun um brot á ákvæðum um launakjör eða hvíldartíma. Oft er um að ræða útlendinga eða unga starfsmenn sem eru síður eða ómeðvitaðir um réttindi sín. Þá er einnig algengt að starfsfólki í ferðaþjónustunni séu boðin svokölluð jafnaðarlaun, sem ná oft ekki lágmarkskjarasamningum. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa jafnvel í mörgum tilfellum auglýst eftir og nýtt sér erlenda sjálfboðaliða í vinnu, sem annars væri greitt fyrir. Ríflega 22 þúsund manns starfa nú við ferðaþjónustu en fæstir hafa próf í greininni. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það koma niður á greininni og að það kalli á endurskoðun á úreltu námskerfi. Í nýrri skýrslu stjórnstöðvar ferðamála er bent á að starfsmannavelta sé óvenju há í ferðaþjónustu. Með minnkandi atvinnuleysi er því spáð að erfitt geti verið að halda í starfsfólk, sérstaklega menntað eða faglært starfsfólk. Í skýrslunni kemur einnig fram að fæstir þeirra 22 þúsund einstaklinga sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi hafi einhverskonar próf í greininni. Ástæðurnar eru meðal annars taldar vera skortur á starfsnámi. Það nám sem þegar er til staðar hefur ekki haldið í við mikinn vöxt innan greinarinnar. Aðsókn í þjónanám hefur þó aukist um fimmtíu prósent frá árinu 2011 og 22,5 prósent í kokkanám. Þrátt fyrir þá aukningu þyrfti að útskrifa sextíu þjóna árlega til að anna eftirspurn, í stað rúmlega tuttugu eins og nú er. Útskrifa þyrfti nær áttatíu kokka á ári en nú eru þeir rúmlega fimmtíu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira