Ferðamaðurinn segist hafa verið nakinn því honum var heitt og með magaverk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2016 14:27 Meint brot mannsins átti sér stað á Selfossi. vísir/pjetur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ísraelskur ferðamaður sem grunaður er um blygðunarsemisbrot á Selfossi fyrr í mánuðinum skuli sæta farbanni til 3. október næstkomandi. Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en því var hafnað. Í úrskurði héraðsdóms sem birtur er með dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið nakinn í bíl sínum við íþróttahús á Selfossi um hádegisbil þann 5. september síðastliðinn. Hann neitar því hins vegar að hafa verið með hendur á kynfærum sínum og stundað sjálfsfróun heldur segist hann hafa verið með hendur á lærum sér. Hann hafi verið nakinn og með hendur á lærum sér því honum var heitt og hann var með magaverk, að því er fram kemur í úrskurðinum sem vitnar í framburð mannsins. Að mati lögreglustjóra eru skýringar mannsins á háttsemi hans ótrúverðugar. Þá telur lögreglan það einnig ótrúverðugt að maðurinn skuli ekki hafa vitað að hann væri á bílastæði sem væri nálægt grunnskóla. Honum hafi þvert á móti mátt vera „fulljóst að hann væri á stað þar sem vænta hafi mátt umferðar skólabarna, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt upplýsingum lögreglu mun atburðinn hafa átt sér stað um hádegisbil [...]“ segir í úrskurði héraðsdóms. Lögreglustjóri metur það sem svo að „með hliðsjón af eðli brots kærða, grófleika þess og nálægð við grunnskóla, íþróttasvæði og framhaldsskóla telur lögreglustjóri auk þess hættu á áframhaldandi brotum af hálfu kærða. Á myndbandsupptöku, sem ungmenni sem leið áttu hjá tóku upp, megi sjá kærða liggja allsnakinn í sæti bifreiðar með hendur á kynfærum sínum.“ Með tilliti til þess að maðurinn sé ferðamaður hér á landi og stundi hvorki vinnu hér né eigi fjölskyldu á Íslandi eru taldar líkur á að hann reyni að komast úr landi. Hann mun því vera í farbanni, eins og áður segir, til 3. október næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem fróaði sér í farbanni næsta mánuðinn Nemendur á Selfossi komu að manninum í bíl sínum. 7. september 2016 12:11