Formanni Framsóknar ekki tekist að ávinna sér glatað traust Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2016 13:07 Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns flokksins á flokksþingi eftir rúman hálfan mánuð. Formaður félagsins óttast að Panamamál formannsins skyggi á kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra samþykkti ályktun á fundi sínum í gærkvöldi þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson varaformanni flokksins og forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer dagana 1. og 2. október. Einar Guðmann Örnólfsson formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra segir ástandið í flokknum kalla á breytingar. „Ástandið í flokknum þessa dagana er með þeim hætti að okkur finnst rétt að skipt sé um mann í brúnni. Þar sem núverandi formaður hefur því miður ekki náð að ávinna sér aftur það traust sem okkur finnst hann hafa misst í vor,“ segir Einar Guðmann. Einar Guðmann segir að Panamamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji enn mark sitt á umræðuna í þjóðfélaginu. Að hans mati og meirihluta Framsóknarfélagsins í Borgarfirði og á Mýrum hafi formaðurinn ekki náð að vinna sig alveg út úr þeim málum. „Menn hafa náttúrlega gefið núverandi formanni tíma til að vinna úr sínum málum. En eins og kom fram á félagsfundi í gær finnst mönnum hann ekki hafa gert nóg í þeim málum. Þá fannst okkur mál til komið að hvetja til þess að Sigurður Ingi byði sig fram. Hann hefur staðið sig mjög vel í þeim verkum sem hann hefur tekið að sér síðan í vor og farið vaxandi. Að minnsta kosti að mínu mat,“ segir Einar Guðmann. Framsóknarflokkurinn vann stóran kosningasigur í kosningunum 2013 undir formennsku Sigmundar Davíðs og Einar segir hann hafa staðið sig vel í þeim fjölmörgu góðu málum sem flokkurinn fór fram með í síðustu kosningum og náð miklum árangri. En eins og staðan sé nú sé lykilatriði upp á árangur í komandi kosningum að Sigurður Ingi taki við forystunni í flokknum. „Alla vega í mínum huga er það þannig því að ég er mjög smeykur við að persónuleg mál núverandi formanns muni flækjast fyrir góðum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar,“ segir Einar Guðmann. Kosið verður um fimm efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðurausturkjördæmi í Mývatnssveit á laugardag þar sem þrír sitjandi þingmenn bjóða sig fram í fyrsta sætið ásamt Sigmundi Davíð. Hvernig honum gengur þar gæti haft áhrif á stöðu hans innan flokksins. „Kannski verður það til þess að hann býður sig fram til formanns aftur eins og hann ætlar að gera og verður keikur þar. Þá kemur það bara í ljós á þessu flokksþingi, ef Sigurður Ingi verður við þessari áskorun að bjóða sig fram gegn honum. Þá verður það bara lýðræðisleg kosning milli manna og menn munu náttúrlega una þeirri niðurstöðu hvernig sem hún fer. Það er hluti af lýðræðinu,“ segir Einar Guðmann Örnólfsson.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira