Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. Vísir/Eyþór Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45