Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. Vísir/Eyþór Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45