Horfði á eiginkonu sína sökkva í hafið en bjargaði ungum syni Snærós Sindradóttir skrifar 20. ágúst 2016 00:01 Francisco, Elma og Matthew Calara voru heppin að sleppa lifandi úr þeim lífsháska sem þau lentu í á Vestfjörðum á fimmtudag. Mynd/Francisco „Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
„Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent B sé ekki best Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41