Nú skal mismuna eftir aldri Pétur Sigurðsson og skrifa 11. ágúst 2016 06:00 Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég er ýmsu vanur frá pólitíkusum. Búandi í Flórída þá heyri ég ruglið í Hillary Clinton og Donald Trump á ljósvakamiðlum mörgum sinnum á dag. En að íslenskur ráðherra skyldi slá þeim við í ruglinu átti ég ekki von á. Fréttin á heimasíðu Ríkisútvarpsins þann 7. júlí, þar sem haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra, að ríkisstjórnin sé að skoða þann möguleika að banna lán til fólks, ef það getur ekki greitt lánið upp áður en það er komið á ellilífeyrisaldur. Hér í Bandaríkjunum myndi þetta flokkast sem mismunun vegna aldurs. Að mismuna einhverjum vegna aldurs, sama hvort það er í atvinnu, vegna fjármála eða annars er alríkisglæpur í Bandaríkjunum. Það að Sigurður Ingi skuli taka þannig til orða að kalla þetta „spennandi“ verkefni finnst mér alveg ótrúlegt og myndi flokkast hér sem tilraun til pólitísks sjálfsmorðs. Hér í Bandaríkjunum ræður greiðslugeta fólks því hvort það fær lán eða ekki. Aldur, kyn, litarháttur, uppruni, trú, hjúskaparstaða eða hvort tekjurnar koma frá hinu opinbera má ekki ráða því hvort þú ert lánshæfur eða ekki. Það eru tvenn alríkislög sem fjalla um þessa þætti, annað er lagaflokkur sem fjallar um lánsmöguleika fólks (Equal Credit Opportunity Act) og hinn lagaflokkurinn er hluti af húsnæðislöggjöfinni hér (Fair Housing Act). Báðir þessir lagaflokkar voru settir til þess að koma í veg fyrir mismunun eins og ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist ætla að leggja fyrir Alþingi. Ég hélt að svona forræðishyggjustjórnarhættir væru fyrir löngu aflagðir og hefðu að mestu leyti horfið á svipuðum tíma og Berlínarmúrinn féll. Hafi ríkisstjórnin áhyggjur af því að fólk geti ekki séð fjárhag sínum borgið, því býður hún þá fólki ekki upp á námskeið í fjármálalæsi, námskeið eða kynningar á nauðsynlegu lágmarksviðhaldi húsa og svo framvegis? Það er ekki hlutverk ríkisstjórna að ráðskast með eða skipuleggja fjárhag heimilanna. Ég er að velta því fyrir mér hvað er hérna um að vera. Er íslenska þjóðin orðin svona ósjálfstæð, að ríkisstjórnin þurfi að ákveða fyrir hana hvað henni er hollt eða ekki, eða er ríkisstjórnin búin að missa sambandið við þjóðina og lifir í sínum eigin sýndarveruleika?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar