Hollensk kona slasaðist á göngu á Íslandi: Leitar að bjargvættum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 14:44 Hollensk kona sem slasaðist á Leirhnjúk leitar nú að bjargvættum sínum sem báru hana niður. Mynd/The Star Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira