Vandamál í veitingabransanum: Finnur enga íslenska uppvaskara eða vínþjóna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Veitingastöðum á landinu gengur mörgum illa að ráða til sín starfsmenn með reynslu af þjónsstörfum eða matreiðslu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verulegur skortur væri á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfestu framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. Þeir segja þetta aðallega eiga við um þjónustu- og iðnaðarstörf og virðast ástæður vera margþættar. Fjölgun ferðamanna í landinu og uppsveifla í efnahagslífinu er meðal þess sem talið er hafa áhrif. „Þetta er auðvitað vandamál,“ segir Guðjón Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Bazaar, en erfitt reyndist að fá starfsfólk með reynslu í þjónustustörf þegar staðurinn var opnaður í maí. Brugðið var á það ráð að fá starfsfólk að utan í gegn um vinnumiðlun. „Við fengum ekki fólk með reynslu í störfin á Íslandi og þurftum því að leita út fyrir landsteinana. Það reyndar gekk svo ekki upp því að starfsfólkið sem kom var ekki með þá reynslu sem við vorum að leita eftir,“ segir Guðjón en í dag leitar Bazaar enn að starfsfólki. Hann segir að það gangi nokkuð betur að ráða á þessum tíma þar sem sumarið er að klárast en á sumrin fari margir þjónar og matreiðslumenn út á land að vinna. „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og veit að þetta er vandamál í bænum. Það er hins vegar jafnvel meira mál úti á landi og þar er verið að bjóða starfsfólki hærri laun fyrir að koma og vinna,“ segir hann.Leita að fólki í útlöndum Guðjón segist neyðast til að fá starfsfólk að utan í vinnu. „Við þurfum til dæmis að fá uppvaskara í gegn um vinnumiðlun þar sem við fáum bara alls enga Íslendinga í þau störf. Við erum líka með mikið úrval af léttvíni á Bazaar en það finnast engir vínþjónar á Íslandi og erum við því að leita að faglærðum vínþjóni erlendis.“ Guðjón segir kostinn hins vegar vera þann að mikið sé að gera í þessum bransa enda uppsveifla í landinu og fleiri ferðamenn. Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, hefur tekið eftir því að aðsókn nema í matreiðslu minnkar. „Þjónanemar hafa lengi verið fáir en það er miklu minna um matreiðslunema en áður var,“ segir hún en bætir við að veitingastaðir sínir hafi þó verið heppnir með starfsfólk. „Við höfum marga faglærða og það er af því að þegar við byrjuðum fengum við góðan kjarna af fólki. Við höfum til dæmis ekki lent í því að þurfa að ráða þjóna sem tala ekki íslensku,“ segir Hrefna. Hún segir stöðuna í dag einfaldlega þannig að ekki séu til nægilega margir faglærðir þjónar og matreiðslumenn til að sinna eftirspurninni. „Það sem hefur líka verið að gerast í gegnum árin er að veitingastaðir úti á landi bjóða betur í kokkanema til að þeir komi og vinni fyrir þá. Neminn segir þá upp samningnum við staðinn sem hann er að læra á. Þegar neminn hefur hætt í námi er ólíklegt að hann byrji aftur,“ segir Hrefna en hún þekkir mörg slík dæmi.Hörð keppni um starfsfólk Hrefna Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins Roks, tekur undir með Guðjóni og Hrefnu Sætran og segir að það hafi reynst mjög erfitt að fá starfsfólk með reynslu. Rok sé nýr staður og þurfi því að keppa við rótgrónari aðila um starfsfólk. Auðveldara sé fyrir þá aðila að bjóða betur. „Það er búin að vera gríðarleg vinna að þjálfa fólk sem ekki er með reynslu og við ákváðum að fjárfesta í því að þjálfa mannskapinn vel og þannig vonast til að halda í hann,“ segir Hrefna en hún telur að það sé mikil hreyfing í þjónustustörfum á borð við þjónsstörf. „Það eru mjög fáir að horfa á þjónsstarfið sem framtíðarstarfið.“ Hrefna segist halda að fjölgun veitingahúsa og hótela hafi áhrif á framboð starfsmanna í geiranum. Eftirspurnin sé orðin svo mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Gengur afar illa að manna störf Erfitt er að fá starfsfólk í fjölmörg störf á Íslandi. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur ASÍ, formaður RSÍ og formaður MATVÍS. Fleiri atvinnurekendur þurfa að leita til útlanda. 17. ágúst 2016 10:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent