Samnefnarinn er hatur Sigríður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar