Guðni Th. fór fram á að vera færður til vegna kvennalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2016 08:58 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/stefán Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag. Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag.
Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27
RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18