Guðni Th. fór fram á að vera færður til vegna kvennalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2016 08:58 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/stefán Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag. Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag.
Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27
RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18