Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fordæmir vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 12:56 Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/GVA Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira