Verum hugrökk Magnús Orri Schram skrifar 12. maí 2016 07:00 Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að taka verulegum breytingum á næstu vikum til að geta gegnt hlutverki sínu sem valkostur jafnaðarfólks í kosningunum í haust. Flokkurinn er með átta til tíu prósenta fylgi sem er að mestu meðal elstu kjósendanna. Okkur gengur afar erfiðlega að ná til yngra fólks. Áherslur okkar um sanngjarnt skattkerfi, öflugt heilbrigðis- og menntakerfi, auðlindir í almannaþágu og samkeppnishæft atvinnulíf eiga í dag brýnt erindi en virðast ekki ná til kjósenda. Þessi staða gerir okkur erfitt fyrir að laða til okkar nýtt fólk með nýjar hugmyndir. Vegna alls þessa tel ég að kominn sé tími á grundvallarbreytingu.Þróun í takt við tímann Til að hreyfing jafnaðarfólks geti þróast í takt við tímann verðum við að vera tilbúin til að byrja upp á nýtt. Það vil ég að Samfylkingin geri. Við eigum að skapa nýjan sameiginlegan vettvang fyrir flokksfólk og fólk sem er sammála okkur í pólitík en er utan flokka eða í öðrum stjórnmálaflokkum. Fólk sem hefur frjálslyndi, félagshyggju, femínisma og jöfnuð að leiðarljósi. Fólk sem vill ekki vera hluti af fortíðinni en hefur brýnt erindi við samtímann. Hreyfing með nýja talsmenn með nýjar hugmyndir.Þörf á nýrri hreyfingu Verði ég formaður Samfylkingar þá hyggst ég leiða flokkinn í þessa átt. Samfylkingin á að vera tilbúin að taka alvöru skref í átt til fólks sem er sammála okkur um lykiláherslur í íslenskum stjórnmálum. Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið. Ég vil að við stefnum að því að stofna nýja nútímalega stjórnmálahreyfingu. Sem formaður Samfylkingarinnar mun ég hefja samtal við aðra stjórnmálaflokka og fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyfingar með áherslu á auðlindir í almannaþágu, umhverfisvernd, nýja stjórnarskrá, jöfn tækifæri, öflugt velferðarkerfi og samkeppni í heilbrigðu atvinnulífi. Staðan í stjórnmálum krefst þess að við séum hugrökk, köstum burt klyfjum fortíðar og séum tilbúin til að stíga saman næsta skref í sögu jafnaðarfólks á Íslandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar