Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björn B. Björnsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun