Raforkuflutningskerfi í línulegu reipitogi Magnús Rannver Rafnsson skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag?
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun