Raforkuflutningskerfi í línulegu reipitogi Magnús Rannver Rafnsson skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga, einungis það sem er akkúrat í þröngum línufarveginum. Öll orka fer í það að toga í andstæðar áttir. Í íslenska heiminum okkar er þetta auðvitað alls ekki furðulegt heldur regla. Mig langar að varpa örlítilli ljósglætu á mikilvægt innviðakerfi sem er í miklum ógöngum; raforkuflutningskerfið. Deilur ofan á deilur eru megineinkennið og hafa verið um alllangt skeið. Á öðrum enda reipisins er samfélagið með styrk fjöldans, venjulegt fólk sem fleygir sér í örvæntingu á annan enda reipisins og grátbiður um nýjar lausnir. Á hinum enda reipisins er fámennur hagsmunahópur sem fær styrk sinn af peningum – okkar peningum – en virðir þó á engan hátt okkar óskir. Í raun er staðan sem við horfum upp á í dag mjög alvarleg, en fullkomlega eðlileg afleiðing af þeim stjórnunarháttum sem hafa verið viðhafðir í starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsnets og ætti ekki að koma neinum á óvart. Deilur um raforkuflutningskerfi eru fyrst og síðast afleiðing af aðferðafræði sem ekki gengur upp fyrir íslenskt samfélag í dag, aðferðafræði sem á rætur í tíma þegar kerfin voru smá í sniðum og birtust okkur í tréstaurum og sveitarómantík. Þeir tímar eru liðnir. Í dag er um að ræða stórtæka mannvirkjagerð og umhverfisáhrif hennar. Þótt rafmagnsþörf sé orsökin fyrir öllu saman, þá snúast umhverfisáhrifin sem slík ekkert um rafmagn. Enginn ræðir lengur möguleg krabbameinsvaldandi áhrif háspennulína, sú umræða var nokkuð hávær fyrir allmörgum árum síðan. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur mistekist að aðlaga raforkuflutningskerfin að nútímanum, þess vegna fyrst og fremst er fólk ósátt. Það skortir umhverfisvænar lausnir og það skortir hagkvæmari lausnir og úrvinnslu. Það hefur skort á hvata til nýsköpunar sem hefur hamlað tækniframförum og það skortir verulega jákvæða framtíðarsýn fyrir og í sátt við samfélagið. Afleiðingin er stöðnun. Allt eru þetta klassísk einkenni þess sem einokun og fákeppni getur af sér. Upp að vissu marki hentar það umhverfissinnum vel að Landsnet skuli í raun enn ekki hafa gert neinar sýnilegar breytingar á sinni aðferðafræði við hönnun og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins. Það auðveldar umhverfissinnum til muna að afla stuðnings í baráttunni gegn vaxandi orkuvæðingu landsins og neikvæðum umhverfisáhrifum hennar. Landsnet gerir þessum öflum að því leytinu til mikinn greiða. Uppbygging í skjóli einokunar Að sama skapi gerir Landsnet móðurfélagi sínu, Landsvirkjun, mikinn óleik, því vinnubrögð flutningsfyrirtækisins, sem hyggur á stórtæka uppbyggingu raforkuflutningskerfisins í skjóli einokunar, eru allt annað en líkleg til sátta á þessu mikilvæga innviðasviði. Staðreyndir tala sínu máli í þeim efnum. Landsnet hefur einfaldlega í of langan tíma að of litlu leyti tekið tillit til umhverfissjónarmiða og samfélagslegra hagsmuna í sínum lausnum. Afraksturinn er sá að þetta ríkisfyrirtæki er búið að fá stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér, en hefur haft mörg tækifæri til þess að brjóta upp fyrirkomulagið sem unnið er eftir. Það er með engu móti hægt að sjá að þessi vinnubrögð þjóni einu sinni hagsmunaaðilum á orkusviði, hvað þá venjulegu fólki. Það er í raun athyglisvert að hagsmunaaðilar á orkusviði láti sér þetta lynda ár eftir ár. Að mínu mati er ríkisfyrirtækið Landsnet búið að stórskaða þennan iðnað, orkuiðnaðinn, og ímynd hans á tuttugustu og fyrstu öldinni. Í algleymi umræðu um endurnýjanlega orkugjafa, sem munu þrýsta verulega á stækkun flutningskerfa út um allan heim, er þetta ekki góð staða. Það væri hægt að gera svo miklu betur í þessum efnum og að vissu leyti sorglegt að horfa upp á hvernig þessi mál þróast þessi misserin og hvernig tækifærin fara forgörðum. Sátt er hvergi nærri í sjónmáli á meðan Landsnet heldur að okkur hinum hefðbundnu lausnum sínum. Á meðan fyrirtækið kemur sér undan því að bjóða upp á umhverfisvænar og jafnframt hagkvæmar lausnir, er útilokað að á komist sátt. Það er ekki hægt að tala bara um að það þurfi meiri sátt en leggja ekkert til, það þarf að gera breytingar. Og það þarf ekki bara að gera ogguponsulitlar breytingar, það þarf að gera stórtækar breytingar á mörgum sviðum þegar kemur að raforkuflutningskerfum, staðan er óviðunandi. Hvernig væri að byrja í dag?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun