Byggðasamningur og lífskjör Guðjón Sigurbjartsson skrifar 4. janúar 2016 13:43 Um þessar mundir er unnið að gerð nýs „búvörusamnings“ til 10 ára. Með búvörusamningum er mótuð stefna um þróun framleiðsluhátta landbúnaðarins, samkeppnishæfni, starfsskilyrði og kjör bænda. Í leiðinni er mörkuð stefna um útgjöld skattgreiðenda og neytenda til byggðanna. Það er því um eins konar „byggðasamning“ að ræða, sem útfæra þarf nánar. Bæta þarf lífskjör í landinu verulega til að þau jafnist á við lífskjör í nágrannalöndunum. Til að ná lífskjörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta áratug þurfum við að auka landsframleiðslu á mann um meira en 45%, þar af um 30% vegna óhagkvæmni þess að vera heldur fá á tiltölulega stórri norðlægri eyju. Meðalframlegð atvinnurekstrar okkar um 20% undir viðmiðunarlöndunum og auk þess eru matarútgjöld og vaxtagjöld heimila hærri en það sem fólk í þessum löndum býr við. Þetta er „eitruð blanda“ sem veldur óánægju fólks með kaup og kjör og landflótta. Á næstu 10 árum þurfum við að ná verulegum árangri til að bæta okkar hag og á sama tíma og viðmiðunarlöndin munu halda áfram að bæta sinn hag. Til að ná nágrannalöndunum á næstu áratugum þurfum við því að gera verulegt átak og megum ekki skirrast við að slátra „heilögum kúm“ ef til þarf. Landbúnaðurinn nýtur árlega um 14 milljarða króna beins stuðnings frá skattgreiðendum og kostar neytendur um 10 milljarða króna í formi tollverndar, samtals um 24 milljarðar króna. Þessi upphæð nægir, sem dæmi, til að byggja nýjan Landspítala á 4 ára fresti. Landbúnaðurinn er mjög mengandi, losar um 3/4 af þeim gróðurhúsalofttegundum sem landið losar ef þurrkun votlendis er meðtalin. Landbúnaðurinn bætir ekki bara ásýnd landsins. Ofbeit heldur sumstaðar viðkvæmum gróðri niðri, óþarfa skurðir víða um land og þó víða sé vel búið eru mörg dæmi um óþarfann úr sér genginn húsakost. Það þarf víða að taka til hendinni. Í markaðshagkerfi keppir vara og þjónusta á frjálsum markaði, einnig við innflutning. Þessi skipan mála tryggir neytendum góða, fjölbreytta vöru á góðu verði ef allt er með felldu. Í Evrópu keppir landbúnaður á 550 milljón manna markaði og styrkir eru að meðaltali aðeins 1/3 af því sem hér er. Evrópa flytur einnig árlega inn landbúnaðarafurðir fyrir um 10 þúsund milljarða króna frá þróunarlöndum og aðstoðar þarlenda við framleiðsluna. Þegar samið er um mikilvæga hagsmuni til langs tíma þarf að horfa á heildarmyndina, nýta bestu þekkingu og beita vinnubrögðum stefnumótunar. Skilgreina þarf hlutverk landbúnaðarins betur, setja háleit markmið og velja heppilegar leiðir að markmiðunum. Eftirfarandi kemur til álita í því sambandi. Hlutverk landbúnaðar Hlutverk landbúnaðar er að framleiða holl, góð og fjölbreytt matvæli á samkeppnishæfu verði. Bændur vilja afkomutryggingu í formi nægilegs söluverðs, niðurgreiðslna, verndar eða styrkja og rökstyðja það með því að halda þurfi landinu í byggð og tryggja matvælaöryggi. En kostnaður neytenda og skattgreiðenda, sem margir hverjir eru ekki aflögufærir, er of mikill. Þegar neyðin er stærst og fólk hefur lifað að mestu á núðlum árum saman skiptir ekki miklu hvort bóndabæir eru færri eða fleiri. Færa þarf kröfur til landbúnaðarins nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum og samanburðarlöndunum. Metnaðarfull markmið Lækka þarf matarútgjöld heimilanna niður í opið markaðsverð. Í framhaldinu þarf að lækka beinan kostnað skattgreiðenda af landbúnaði um helming. Bæta þarf ásýnd landsins til yndisauka fyrir landsmenn og ferðamenn. Hætta lausagöngu búfjár og, hætta að beita hálendið. Bæta umgegni og auka skógrækt. Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengun með endurheimt votlendis, nýtingu metangass og minni útblæstri. Leiðir að markmiðum Opna þarf á innflutning matvæla án tolla- og innflutningshindrana, í áföngum á næstu 10 árum. Í staðinn opnast íslenskum bændum 550 milljón manna markaður Evrópu. Styðja þarf landbúnaðinn að takast á við breytingar meðal annars vegna aukinnar samkeppni. Stuðningur við mjólkurframleiðslu þarf að færast yfir í stuðning við heppilega landnotkun. Styrkja til dæmis mjólkurframleiðslu á völdum svæðum á Suðurlandi, Vesturlandi og í Eyjafirði, í nágrenni þéttbýlissvæðanna, en minna eða ekkert utan þeirra svæða. Þetta stuðlar að samþjöppun og flutningskostnaður minnkar. Snyrtilegt vel gróið og fagurt land eykur ánægju landsmanna og styður við vöxt ferðaþjónustu, sem er vaxandi atvinnugrein og á eftir að blómstra víða um land. Ekki ætti að styðja bú sem láta búfé sitt ganga laust í byggð eða á hálendi. Styrkja mætti ræktun og landfegrun. Draga þarf úr mengun og endurheimta votlendi til að binda gróðurhúsalofttegundir. Styrkja tilteknar aðgerðir af þessu tagi. Skipulag Gerð búvörusamninga hefur gengið þannig fyrir sig að samninganefnd bænda stendur fyrir umræðum meðal bænda og semur svo við landbúnaðarráðherra sem skrifar svo undir við bændur, ásamt fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eiga væntanlega að gæta hagsmuna neytenda og skattgreiðenda en þar stendur hnífurinn í kúnni. Hér skortir á gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Það þarf að standa betur að stefnumótuninni og samningunum og meðal annars fá til verka sérfræðinga í stefnumótun, landbúnaði, umhverfisvernd, ferðaþjónustu, fjármálum auk fulltrúa bænda, neytenda og skattgreiðenda. Áhugavert er að Byggðastofnun taka við gerð „byggðasamninga“ og haldi utan um stefnumótun byggðanna og stuðning við þær. Sumum byggðum hentar landbúnaður, öðrum ferðaþjónusta o.s.frv. Byggðastofnun ætti líklega að heyra undir forsætisráðherra, því stuðningur við byggðir er þverfaglegt viðfangsefni. Með ofangreindu batna lífskjör í landinu um meira en 10% að meðaltali og enn meira hjá þeim fátæku. Landið verður fegurra og dregur úr mengun. Bændum fækkar, sú þróun er í gangi hvort sem er, en afkoma þeirra batnar. Breytingarnar munu vissulega taka á en þær má auðvelda með stuðningi skattgreiðenda. Allir hagnist þegar frá líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að gerð nýs „búvörusamnings“ til 10 ára. Með búvörusamningum er mótuð stefna um þróun framleiðsluhátta landbúnaðarins, samkeppnishæfni, starfsskilyrði og kjör bænda. Í leiðinni er mörkuð stefna um útgjöld skattgreiðenda og neytenda til byggðanna. Það er því um eins konar „byggðasamning“ að ræða, sem útfæra þarf nánar. Bæta þarf lífskjör í landinu verulega til að þau jafnist á við lífskjör í nágrannalöndunum. Til að ná lífskjörum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta áratug þurfum við að auka landsframleiðslu á mann um meira en 45%, þar af um 30% vegna óhagkvæmni þess að vera heldur fá á tiltölulega stórri norðlægri eyju. Meðalframlegð atvinnurekstrar okkar um 20% undir viðmiðunarlöndunum og auk þess eru matarútgjöld og vaxtagjöld heimila hærri en það sem fólk í þessum löndum býr við. Þetta er „eitruð blanda“ sem veldur óánægju fólks með kaup og kjör og landflótta. Á næstu 10 árum þurfum við að ná verulegum árangri til að bæta okkar hag og á sama tíma og viðmiðunarlöndin munu halda áfram að bæta sinn hag. Til að ná nágrannalöndunum á næstu áratugum þurfum við því að gera verulegt átak og megum ekki skirrast við að slátra „heilögum kúm“ ef til þarf. Landbúnaðurinn nýtur árlega um 14 milljarða króna beins stuðnings frá skattgreiðendum og kostar neytendur um 10 milljarða króna í formi tollverndar, samtals um 24 milljarðar króna. Þessi upphæð nægir, sem dæmi, til að byggja nýjan Landspítala á 4 ára fresti. Landbúnaðurinn er mjög mengandi, losar um 3/4 af þeim gróðurhúsalofttegundum sem landið losar ef þurrkun votlendis er meðtalin. Landbúnaðurinn bætir ekki bara ásýnd landsins. Ofbeit heldur sumstaðar viðkvæmum gróðri niðri, óþarfa skurðir víða um land og þó víða sé vel búið eru mörg dæmi um óþarfann úr sér genginn húsakost. Það þarf víða að taka til hendinni. Í markaðshagkerfi keppir vara og þjónusta á frjálsum markaði, einnig við innflutning. Þessi skipan mála tryggir neytendum góða, fjölbreytta vöru á góðu verði ef allt er með felldu. Í Evrópu keppir landbúnaður á 550 milljón manna markaði og styrkir eru að meðaltali aðeins 1/3 af því sem hér er. Evrópa flytur einnig árlega inn landbúnaðarafurðir fyrir um 10 þúsund milljarða króna frá þróunarlöndum og aðstoðar þarlenda við framleiðsluna. Þegar samið er um mikilvæga hagsmuni til langs tíma þarf að horfa á heildarmyndina, nýta bestu þekkingu og beita vinnubrögðum stefnumótunar. Skilgreina þarf hlutverk landbúnaðarins betur, setja háleit markmið og velja heppilegar leiðir að markmiðunum. Eftirfarandi kemur til álita í því sambandi. Hlutverk landbúnaðar Hlutverk landbúnaðar er að framleiða holl, góð og fjölbreytt matvæli á samkeppnishæfu verði. Bændur vilja afkomutryggingu í formi nægilegs söluverðs, niðurgreiðslna, verndar eða styrkja og rökstyðja það með því að halda þurfi landinu í byggð og tryggja matvælaöryggi. En kostnaður neytenda og skattgreiðenda, sem margir hverjir eru ekki aflögufærir, er of mikill. Þegar neyðin er stærst og fólk hefur lifað að mestu á núðlum árum saman skiptir ekki miklu hvort bóndabæir eru færri eða fleiri. Færa þarf kröfur til landbúnaðarins nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum og samanburðarlöndunum. Metnaðarfull markmið Lækka þarf matarútgjöld heimilanna niður í opið markaðsverð. Í framhaldinu þarf að lækka beinan kostnað skattgreiðenda af landbúnaði um helming. Bæta þarf ásýnd landsins til yndisauka fyrir landsmenn og ferðamenn. Hætta lausagöngu búfjár og, hætta að beita hálendið. Bæta umgegni og auka skógrækt. Draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengun með endurheimt votlendis, nýtingu metangass og minni útblæstri. Leiðir að markmiðum Opna þarf á innflutning matvæla án tolla- og innflutningshindrana, í áföngum á næstu 10 árum. Í staðinn opnast íslenskum bændum 550 milljón manna markaður Evrópu. Styðja þarf landbúnaðinn að takast á við breytingar meðal annars vegna aukinnar samkeppni. Stuðningur við mjólkurframleiðslu þarf að færast yfir í stuðning við heppilega landnotkun. Styrkja til dæmis mjólkurframleiðslu á völdum svæðum á Suðurlandi, Vesturlandi og í Eyjafirði, í nágrenni þéttbýlissvæðanna, en minna eða ekkert utan þeirra svæða. Þetta stuðlar að samþjöppun og flutningskostnaður minnkar. Snyrtilegt vel gróið og fagurt land eykur ánægju landsmanna og styður við vöxt ferðaþjónustu, sem er vaxandi atvinnugrein og á eftir að blómstra víða um land. Ekki ætti að styðja bú sem láta búfé sitt ganga laust í byggð eða á hálendi. Styrkja mætti ræktun og landfegrun. Draga þarf úr mengun og endurheimta votlendi til að binda gróðurhúsalofttegundir. Styrkja tilteknar aðgerðir af þessu tagi. Skipulag Gerð búvörusamninga hefur gengið þannig fyrir sig að samninganefnd bænda stendur fyrir umræðum meðal bænda og semur svo við landbúnaðarráðherra sem skrifar svo undir við bændur, ásamt fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eiga væntanlega að gæta hagsmuna neytenda og skattgreiðenda en þar stendur hnífurinn í kúnni. Hér skortir á gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Það þarf að standa betur að stefnumótuninni og samningunum og meðal annars fá til verka sérfræðinga í stefnumótun, landbúnaði, umhverfisvernd, ferðaþjónustu, fjármálum auk fulltrúa bænda, neytenda og skattgreiðenda. Áhugavert er að Byggðastofnun taka við gerð „byggðasamninga“ og haldi utan um stefnumótun byggðanna og stuðning við þær. Sumum byggðum hentar landbúnaður, öðrum ferðaþjónusta o.s.frv. Byggðastofnun ætti líklega að heyra undir forsætisráðherra, því stuðningur við byggðir er þverfaglegt viðfangsefni. Með ofangreindu batna lífskjör í landinu um meira en 10% að meðaltali og enn meira hjá þeim fátæku. Landið verður fegurra og dregur úr mengun. Bændum fækkar, sú þróun er í gangi hvort sem er, en afkoma þeirra batnar. Breytingarnar munu vissulega taka á en þær má auðvelda með stuðningi skattgreiðenda. Allir hagnist þegar frá líður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar