Dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás gegn pari Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 15:35 Bæði maðurinn og konan voru skorin í framan með hnífi. Vísir/GVA Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur. Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Gunnar Már Björnsson og Sigurður Brynjar Jensson voru dæmdir til tveggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Voru þeir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás í Breiðholti laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Beindust brotin gegn manni á 22. aldursári og átján ára kærustu hans á heimili þeirra. Sökuðu þeir parið um að hafa stolið af sér Lyrica töflum sem eru floga- og verkjalyf og sviptu þau þess vegna frelsinu. Dómurinn taldi sannað að Gunnar Már og Sigurður Brynjar hefðu svipt manninn og kærustu hans frelsi þeirra. Voru þeir einnig sakfelldir fyrir að ræna parið með því taka HP-fartölvu, Samsung-farsíma, tölvuflakkara, seðlaveski og fatnað ófrjálsri hendi af heimili parsins. Gunnar Már var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hrint stúlkunni niður tröppur. Aðeins lá fyrir framburður stúlkunnar í þeim efnum og gegn neitun Gunnars var hann sýknaður af þessum þætti ákærunnar. Parið beitt grófu ofbeldi Þá var Gunnar Már einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás með því að hafa skorið manninn með hnífi í hægri fótlegg og slegið og sparkað í höfuð hans. Þá var Gunnar Már einnig sakaður um að hafa slegið manninn með hamri í höfuðið og stúlkuna með hamrinum í vinstri handlegg. Loks var Gunnari gefið að sök að hafa skorið bæði manninn og stúlkuna í vinstri kinn. Gunnar Már hafði viðurkennt fyrir dómi að hafa skorið bæði manninn og konuna. Var það því talið sannað og hann sakfelldur fyrir það atriði. Þá var einnig talið sannað að Gunnar hefði slegið parið með hamri og studdi læknisvottorð þann framburð. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa sparkað í höfuð mannsins. Gegn játningu var Sigurður Brynjar einnig sakfelldur fyrir að hafa 1,45 grömm af amfetamíni á sér þegar leitað var á honum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hafa verið handtekinn vegna málsins.Rufu skilorð Gunnar Már er 27 ára gamall og á að baki töluverðan sakaferil. Hann hefur átta sinnum gengist undir sáttir eða viðurlagaákvarðanir. Hann hefur verið í tvígang dæmdur og var 14. apríl í ár dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tveir mánuðir skilorðsbundnir, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. 12. júní var hann dæmdur í til tveggja ára fangelsisvistar og rauf hann skilorð þess refsidóms með brotinu sem hann var dæmdur fyrir í dag. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsisvist en til frádráttar kom óslitið gæsluvarðhald hans frá 17. ágúst til dómsuppsögudags. SigurðurVar dæmdur fyrir aðkomu í Vogamálinu Brynjar er nítján ára gamall og á að baki sakaferil. Hann hefur í þrígang gengist undir sáttir. Árið 2013 var hann í tvígang dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Sigurður Brynjar hlaut fjórtán mánaða dóm í júlí, að mestu skilorðsbundinn, fyrir líkamsárás og ólögmæta nauðung í máli sem kennt var við Voga á Vatnsleysuströnd. Rauf hann því skilyrði refsidómsins með því broti sem hann var dæmdur fyrir í dag og refsing hans því ákveðin tveggja ára fangelsisvist. Þá voru þeir dæmdir til að greiða stúlkunni eina milljón króna og manninum eina milljón króna í miskabætur.
Tengdar fréttir Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Frelsissvipting og líkamsárás í Reykjavík: „Við vorum búnir að vera vakandi í heila viku á spítti“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir frelsissviptingu, rán og líkamsárás laugardaginn 15. ágúst síðastliðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 15. desember 2015 14:40