Græn orka og loftslagsmál: Sérstaða og tækifæri Gústaf Adolf Skúlason skrifar 18. desember 2015 00:00 Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum er nú fagnað víða um heim. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er gríðarleg áskorun fyrir mannkyn, en um leið afar brýnt verkefni. Stærsta viðfangsefnið er að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti á borð við olíu og kol. Að minnka orkunotkun og/eða auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, jarðhita, sólarorku og vindorku. Orkugjafa sem allir hafa vissulega einhver sjónræn áhrif í för með sér, en hverfandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir háleit markmið frá París mun þessi þróun hins vegar taka mjög langan tíma og ljóst að jarðefnaeldsneyti verður áfram nýtt sem orkugjafar víða um heim um langa hríð.Græna orkan sparar mikla losun Ísland er sem kunnugt er í algerlega einstakri stöðu, en hér byggir nánast öll raforkuvinnsla og húshitun á endurnýjanlegum orkugjöfum – vatnsafli og jarðvarma. Orkustofnun hefur tekið saman að með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega (að ógleymdum gríðarlegum gjaldeyrissparnaði). Stofnunin bendir jafnframt á að með nýtingu allra orkukosta sem nú eru til umfjöllunar á vettvangi rammaáætlunar mætti þrefalda þennan sparnað í um 50 milljónir tonna á ári. Til samanburðar losa Frakkar um 320 milljónir tonna árlega í andrúmsloftið, en þar búa 66 milljónir manna. Enginn reiknar auðvitað með þessari þróun rammaáætlunar, en þetta dæmi endurspeglar jákvætt framlag vatnsafls og jarðvarma til loftslagsmála.Tækifæri fram undan Þrátt fyrir okkar miklu sérstöðu höfum við ýmis tækifæri til að ná enn meiri árangri á þessu sviði, ekki eingöngu með aukinni nýtingu grænna orkugjafa hérlendis. Rafvæðing samgangna er augljóst dæmi, en sú spennandi þróun er sannarlega hafin. Áratugum saman hafa Íslendingar deilt þekkingu sinni af nýtingu jarðvarma með öðrum þjóðum og enn stendur til að efla þá starfsemi. Þá hefur mögulegur sæstrengur til Bretlands verið til skoðunar, en slíkur strengur hefði í för með sér tækifæri til bættrar nýtingar á okkar grænu orku og á móti mætti t.d. minnka brennslu á kolum í Bretlandi. Við getum því bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjartsýn til enn aukins framlags okkar til þess til að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum er nú fagnað víða um heim. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er gríðarleg áskorun fyrir mannkyn, en um leið afar brýnt verkefni. Stærsta viðfangsefnið er að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti á borð við olíu og kol. Að minnka orkunotkun og/eða auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa á borð við vatnsafl, jarðhita, sólarorku og vindorku. Orkugjafa sem allir hafa vissulega einhver sjónræn áhrif í för með sér, en hverfandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir háleit markmið frá París mun þessi þróun hins vegar taka mjög langan tíma og ljóst að jarðefnaeldsneyti verður áfram nýtt sem orkugjafar víða um heim um langa hríð.Græna orkan sparar mikla losun Ísland er sem kunnugt er í algerlega einstakri stöðu, en hér byggir nánast öll raforkuvinnsla og húshitun á endurnýjanlegum orkugjöfum – vatnsafli og jarðvarma. Orkustofnun hefur tekið saman að með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega (að ógleymdum gríðarlegum gjaldeyrissparnaði). Stofnunin bendir jafnframt á að með nýtingu allra orkukosta sem nú eru til umfjöllunar á vettvangi rammaáætlunar mætti þrefalda þennan sparnað í um 50 milljónir tonna á ári. Til samanburðar losa Frakkar um 320 milljónir tonna árlega í andrúmsloftið, en þar búa 66 milljónir manna. Enginn reiknar auðvitað með þessari þróun rammaáætlunar, en þetta dæmi endurspeglar jákvætt framlag vatnsafls og jarðvarma til loftslagsmála.Tækifæri fram undan Þrátt fyrir okkar miklu sérstöðu höfum við ýmis tækifæri til að ná enn meiri árangri á þessu sviði, ekki eingöngu með aukinni nýtingu grænna orkugjafa hérlendis. Rafvæðing samgangna er augljóst dæmi, en sú spennandi þróun er sannarlega hafin. Áratugum saman hafa Íslendingar deilt þekkingu sinni af nýtingu jarðvarma með öðrum þjóðum og enn stendur til að efla þá starfsemi. Þá hefur mögulegur sæstrengur til Bretlands verið til skoðunar, en slíkur strengur hefði í för með sér tækifæri til bættrar nýtingar á okkar grænu orku og á móti mætti t.d. minnka brennslu á kolum í Bretlandi. Við getum því bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjartsýn til enn aukins framlags okkar til þess til að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar