Haukur Páll: Ógeðslegt að fá hráka í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 18:09 Haukur Páll Sigurðsson. Vísir/Stefán Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira