Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 22:05 Halldór Árnason hefði viljað fá meira út úr yfirburðum liðs síns í kvöld. Vísir / Diego Halldór Árnason þjálfari Blika var gríðarlega svekktur með niðurstöðuna í lok leiks á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmark leiksins í uppbótartíma í leik sem endaði 2-1 fyrir heimamenn. „Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Þetta svíður verulega það verður að segjast alveg eins og er. Þannig er bara lífið og fótboltinn stundum, við þurfum að losna við þá tilfinningu sem fyrst, það er stutt í næsta leik.“ Valsmenn skoruðu bæði mörk sín eftir hornspyrnur þar sem Valsmenn settu mikla pressu á Anton Ara markmanna Breiðabliks. Halldóri fannst þó ekki vera brotið á sínum manni í aðdraganda markanna. „Ég er ekki viss um að það sé brot akkúrat þegar mörkin koma. Þeir hins vegar brjóta, brjóta og brjóta áður en spyrnan er tekin, þá færðu að taka spyrnuna aftur og búa til kaos í teignum. Svo eru þetta náttúrulega fáránlega góðar spyrnur og þeir bara gera þetta vel.“ Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk.Aðspurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í mörkum Valsmanna þá sagði Halldór það alltaf vera þegar lið fá á sig mörk. „Ég held það sé nú alltaf þannig þegar þú færð á þig mörk, en spyrnurnar eru frábærar. Þeir múra Anton einhvern veginn inn í markinu, stundum má það og stundum ekki. En það var leyft frá upphafi og þá er línan þannig, það er ekkert hægt að segja við því. Sólin líka beint í augun á mönnum, þannig þetta gekk hjá þeim í þetta skiptið.“ Halldór fannst Blikar hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. „Yfirburðirnir voru miklir í 70 mínútur þegar við hápressuðum þá nánast inn í eigið mark og þeir komast ekki neitt. Svo taka þeir ekkert eðlilega góða ákvörðun í kringum 70. mínútu þegar þeir hætta að gera tilraun til að spila boltanum á milli sín og bara hamra honum upp í hvert einasta skipti og reyna vinna horn. Þeir halda okkur hérna niðri með því sem er bara hluti af fótbolta og bara alvöru hrós á þá fyrir að snúa gangi leiksins á þennan hátt. Frammistaðan og orkustigið okkar var stórkostlegt í 70 mínútur en þeir bara taka þessa ákvörðun og gera bara fáránlega vel.“ Valsmenn tóku fimm stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum. Halldór var spurður hvernig toppbaráttan horfir við honum eftir tapið. „Þetta er fljótt að breytast og fljótt að sveiflast. Við setjum hausinn núna á Evrópudeildina á fimmtudaginn , svo bara er það næsti leikur og við reynum að eiga góða frammistöðu sem skila vonandi aðeins betri stigastöfnun. Við höfum ekki tapað síðan í maí en of mörg jafntefli, ég myndi gjarnan vilja vera með fleiri stig burtséð frá því hversu mörg stig hin liðin eru með.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira