Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:07 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. „Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“ Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“
Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira