Fyrirspurnum áhyggjufullra ferðamanna rignir inn Haraldur Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum hjá hótelrekendum. Vísir/Sveinn Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón. Bárðarbunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hótelrekendur fá mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðamönnum vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu og eitthvað er um afbókanir. Starfsmenn Icelandair hafa einnig í nógu að snúast við að svara spurningum áhyggjufullra viðskiptavina. „Það rignir yfir okkur fyrirspurnum í kringum þetta allt saman og fólk hefur eðlilega áhyggjur af sínum ferðaplönum. Það er eitthvað af afbókunum en sem betur fer er það mjög lítið enn sem komið er enda enn flogið til landsins og hringvegurinn opinn,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem reka hótelkeðjurnar Foss Hótel og Reykjavíkurhótel. Davíð segir jarðhræringarnar hafa dregið úr nýjum bókunum og þá sérstaklega hjá þeim hópi ferðamanna sem kaupi ferðir á síðustu stundu. „Ef þetta varir í nokkrar vikur og vofir yfir þá er það nóg fyrir einhverja sem vilja ekki taka áhættuna,“ segir Davíð. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair-hótelanna, tekur í sama streng varðandi bókanir. „Það er of snemmt að tala um umfangið en það hafa margir hringt og haft samband. Það er uggur í fólki og menn velta vöngum yfir því hvort það sé hættuástand og hvort Vatnajökull sé við hliðina á Keflavíkurflugvelli,“ segir Magnea. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ljóst að umfjöllun erlendra fjölmiðla um stöðuna í Bárðarbungu hafi áhrif á bókanir hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. „Það er eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á því hvernig ástandið er þegar til dæmis er sagt frá því að búið sé að rýma eitthvert ákveðið svæði. Þá sér fólk jafnvel fyrir sér aðstæður þar sem verið er að flytja þúsundir manna til með tilheyrandi vandamálum. Við höfum því miklar áhyggjur af þeim tilvikum þar sem verið er að búa til upphrópanir og æsifréttir,“ segir Helga. „Hins vegar sýnir ferðaþjónustan því að sjálfsögðu fullan skilning að það þurfi að rýma svæði og auðvitað er öryggi alltaf ofar fjárhagslegum hagsmunum.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið ekki hafa orðið vart við fjölgun í afbókunum. „Það er mjög mikið spurt enda hefur þetta ratað í fréttir bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og margir hafa eðlilega áhyggjur af stöðunni,“ segir Guðjón.
Bárðarbunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira