Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 13:57 Vísir/Stefán Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings. Bárðarbunga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings.
Bárðarbunga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira