Vilja færa og stækka Jökulsárbrú svo hún standist Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 20:15 Gamla brúin er einbreið og frá árinu 1947. Ljósmynd/Pjetur. Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00