Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2014 07:00 Vísindamönnum og fjölmiðlum hefur nær eingöngu verið hleypt að gosstöðvunum. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku. Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku.
Bárðarbunga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira