Losar meiri brennistein en öll Evrópa Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2014 07:00 Eldgosið hefur náð sérstöðu fyrir stórt hraun á skömmum tíma og fyrir að vera óvenju gasríkt. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga. Bárðarbunga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga.
Bárðarbunga Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira