Skjálfti sem mældist 5.3 hefur ekki haft áhrif á gosóróa Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 01:43 Skjálftinn sem reið yfir rétt eftir miðnætti, 5.3 að stærð, hefur ekki haft áhrif á gosóróa í Bárðarbungu Vísir/Ómar Ragnarsson Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Rétt eftir miðnætti reið yfir öflugur skjálfti í Bárðarbungu. Skjálftinn er mældur 5.3 stig og er hann sá öflugasti sem mælst hefur, síðan óróans í Bárðarbungu var fyrst vart fyrir um viku síðan. Þegar upphafið að síðustu eldgosum í jöklinum hafa verið rifjuð upp í tengslum við þann óróa sem nú hefur staðið yfir í Bárðarbungu, er að skjálfti að þessari stærð hefur komið gosi af stað. Gjálpargosið árið 1996, hófst með jarðskjálfta að þeirri stærð. Það gos stóð yfir í um tvær vikur. Ingi Þorleifur Bjarnason, jarðskjálfta- og jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur að skjálfti af slíkri stærð geti orðið það sem tendri neistann í Bárðarbungu. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skjálfti yfir fimm ætti að setja menn í algera viðbragðsstöðu. Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu íslands, segir þennan jarðskjálfta vera fyrsta skjálfann af þessari stærðargráðu sem mælist í Bárðarbungu síðan í Gjálpargosinu árið 1996. Fræðingar Veðurstofunnar hafa verið að túlka þessa skjálfta í öskjunni sjálfri á þá vegu að hún sé að aðlagast því að kvika sé að streyma inn í þennan langa berggang sem hefur teygt sig næstum 40 kílómetra í norðaustur, undir Dyngjujökul. Því er um þrýstingslækkun að ræða beint undir Bárðarbungu. Þessi túlkun er því ekki á sömu vegu og túlkun Inga Þorleif Bjarnasonar. Veðurstofan vill meina að þessar samgengishreyfingar í sjálfri öskju Bárðarbungu muni ekki hafa mikil áhrif á gosóróa. „Þessi skjálfti hefur ekki haft nein áhrif á gosóróa á svæðinu. Það er ekkert á okkar mælum sem gefur til kynna að þessi skjálfti sé einvher upptaktur af hugsanlegu eldgosi. Þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Við munum bíða og sjá og fylgjast með," segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Fréttablaðið.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
The largest earthquake yet A magnitude 5.3 earthquake has occurred in the Bárðarbunga caldera at 5 km depth at 00:09. It is the strongest event measured since the onset of the seismic crisis at Bárðarbunga. 24. ágúst 2014 00:48
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45
Sá stærsti til þessa Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi. 24. ágúst 2014 00:46
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30
Telur goslíkur aukast eftir því sem hrinan dregst á langinn Líkur á eldgosi aukast eftir því sem atburðarásin í Bárðarbungu dregst á langinn, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. 21. ágúst 2014 19:45