Aukinn órói undir Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 08:20 Dyngjujökull í gærkvöldi. Engin merki um eldgos. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn. Bárðarbunga Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn.
Bárðarbunga Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira