Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2014 19:30 Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss. Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni og eru vísindamenn nú að reyna að meta líkur á því hvort eldgos sé í uppsiglingu. Jarðskjálfavefur Veðurstofunnar sýndi ógrynni smáskjálfta í dag, og tvo skjálfta yfir þrjú stig, í og við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli, en hún er ein af virkustu eldstöðvum Íslands. Um miðjan dag lýsti Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík yfir óvissustigi. Síðdegis kom vísindaráð almannavarna saman til að meta stöðuna. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að óvissustig þýddi að Bárðarbunga væri nú í gjörgæslu. Vísindamenn myndu í kvöld og í nótt halda áfram að reyna að meta hvað skjálftamælarnir væru að segja. Hugsanlega mætti sjá með nákvæmari athugunum hvort kvikan væri að rísa upp undir yfirborð. Ekkert benti þó til þess að hún hefði náð til yfirborðs. Síðasta gos sem tengt er Bárðarbungu var Gjálpargosið árið 1996 en því fylgdi mikið jökulhlaup sem fór um Grímsvötn og niður á Skeiðarársand og rauf tvær brýr, yfir Skeiðará og Gígjukvísl. Bryndís segir að skjálftahrinan í aðdraganda þess goss hefði verið mun öflugri en þessi sem nú stendur yfir.Frá Gjálpargosinu 1996.Ein helsta ógnin frá eldgosi í Bárðarbungu eru jökulhlaup, sem gætu farið í nokkra farvegi, meðal annars á fjölförnum ferðamannastöðum. Það ræðst af því hvar kvikan kæmi upp, að sögn Bryndísar. Ef hún kæmi upp á sama stað og gosið í Gjálp færi vatnið sennilega sömu leið og þá. Gos í sjálfri Bárðarbungu væru þekkt á sögulegum tíma og þeim hefði fylgt hlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þar er Dettifoss.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28