Fimm af frægustu gjörningum Ragnars 8. maí 2013 12:00 The End. fréttablaðið/gva Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. Hér er listi yfir fimm af frægustu gjörningum Ragnars.The End – Venice (2009) Ragnar varð yngsti listamaðurinn til að taka þátt fyrir hönd Íslands í Feneyjatvíæringnum. Á þeim sex mánuðum sem listahátíðin stóð yfir gátu gestir fylgst með honum mála eitt málverk á dag. Fyrirsæta hans var vinur hans, Páll Haukur Björnsson, klæddur Speedo-sundskýlu. The Man.The Man (2010) Ragnar tók upp myndband af bandarísku blúsgoðsögninni Pinetop Perkins að spila á píanó úti á akri skammt fyrir utan borgina Austin í Texas. Verkið var miðdepill fyrstu einkasýningar Ragnars í Bandaríkjunum, Ragnar Kjartansson: Song. Perkins spilaði á Blúshátíð í Reykjavík árið 2009 og lést 2011, 97 ára gamall. Bliss.i8/Luhring AugustineBliss (2011) Síðasta arían í óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, sem er tveggja mínútna löng, var endurtekin í Abrons-listamiðstöðinni í New York í tólf klukkustundir. Tenórinn Kristján Jóhannsson söng ásamt hópi annarra íslenskra óperusöngvara, auk Ragnars sjálfs sem hafði fengið kennslu í óperusöng hjá Kristjáni. The Visitors.i8/Luhring AugustineThe Visitors (2012) Myndbandsverk þar sem Ragnar og átta vinir hans spila sama lagið á níu mismunandi stöðum á bóndabýli í Hudson Valley í New York. Lagið var eftir Ragnar og Davíð Þór Jónsson. A Lot of Sorrow.i8/Luhring AugustineA Lot of Sorrow (2013) Hin heimsfræga bandaríska hljómsveit The National tók þátt í gjörningi hans í New York á sunnudaginn þegar hún spilaði lag sitt Sorrow í sex klukkustundir. Alls spilaði hún lagið 105 sinnum. „Þetta gekk bara vonum framar. Þeir voru dásamlegir,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um gjörninginn. „Þeir voru afskaplega ánægðir og voru að fíla þetta vel,“ segir hann aðspurður hvernig meðlimum hljómsveitarinnar hafi fundist að spila sama lagið í sex tíma samfleytt. „Ég er hissa á því hvað þeir voru lítið þreyttir. Þá langaði næstum því til að spila meira.“ Að sögn Ragnars gekk gjörningurinn fullkomlega upp en sjálfur steig hann aldrei upp á svið. „Ég var bara vatnsrótarinn. Ég var að láta þá fá vatn, súkkulaði og brennivín upp á sviðið. Þetta var mjög ánægjulegt samstarf og þeir eru miklir herramenn.“ Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Ragnars Kjartanssonar hefur vakið athygli með hinum ýmsu gjörningum, nú síðast með hljómsveitinni The National. Hér er listi yfir fimm af frægustu gjörningum Ragnars.The End – Venice (2009) Ragnar varð yngsti listamaðurinn til að taka þátt fyrir hönd Íslands í Feneyjatvíæringnum. Á þeim sex mánuðum sem listahátíðin stóð yfir gátu gestir fylgst með honum mála eitt málverk á dag. Fyrirsæta hans var vinur hans, Páll Haukur Björnsson, klæddur Speedo-sundskýlu. The Man.The Man (2010) Ragnar tók upp myndband af bandarísku blúsgoðsögninni Pinetop Perkins að spila á píanó úti á akri skammt fyrir utan borgina Austin í Texas. Verkið var miðdepill fyrstu einkasýningar Ragnars í Bandaríkjunum, Ragnar Kjartansson: Song. Perkins spilaði á Blúshátíð í Reykjavík árið 2009 og lést 2011, 97 ára gamall. Bliss.i8/Luhring AugustineBliss (2011) Síðasta arían í óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, sem er tveggja mínútna löng, var endurtekin í Abrons-listamiðstöðinni í New York í tólf klukkustundir. Tenórinn Kristján Jóhannsson söng ásamt hópi annarra íslenskra óperusöngvara, auk Ragnars sjálfs sem hafði fengið kennslu í óperusöng hjá Kristjáni. The Visitors.i8/Luhring AugustineThe Visitors (2012) Myndbandsverk þar sem Ragnar og átta vinir hans spila sama lagið á níu mismunandi stöðum á bóndabýli í Hudson Valley í New York. Lagið var eftir Ragnar og Davíð Þór Jónsson. A Lot of Sorrow.i8/Luhring AugustineA Lot of Sorrow (2013) Hin heimsfræga bandaríska hljómsveit The National tók þátt í gjörningi hans í New York á sunnudaginn þegar hún spilaði lag sitt Sorrow í sex klukkustundir. Alls spilaði hún lagið 105 sinnum. „Þetta gekk bara vonum framar. Þeir voru dásamlegir,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um gjörninginn. „Þeir voru afskaplega ánægðir og voru að fíla þetta vel,“ segir hann aðspurður hvernig meðlimum hljómsveitarinnar hafi fundist að spila sama lagið í sex tíma samfleytt. „Ég er hissa á því hvað þeir voru lítið þreyttir. Þá langaði næstum því til að spila meira.“ Að sögn Ragnars gekk gjörningurinn fullkomlega upp en sjálfur steig hann aldrei upp á svið. „Ég var bara vatnsrótarinn. Ég var að láta þá fá vatn, súkkulaði og brennivín upp á sviðið. Þetta var mjög ánægjulegt samstarf og þeir eru miklir herramenn.“
Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira