Reykjavík er hlaupaborg Hjálmar Sveinsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar