Reykjavík er hlaupaborg Hjálmar Sveinsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun