Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 1. júní 2012 06:00 Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar