Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 1. júní 2012 06:00 Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar