Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun