Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun