Skuldafangelsi Íslandsbanka Kristinn H. Gunnarsson skrifar 30. september 2011 06:00 Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun