Skuldafangelsi Íslandsbanka Kristinn H. Gunnarsson skrifar 30. september 2011 06:00 Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar