Hver er Anders Breivik? 23. júlí 2011 12:19 Anders Behring Breivik átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Mynd/AFP Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira