Breivik óttast kvenfrelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 27. júlí 2011 10:43 Stelpurnar í Sex and the city eru slæmar fyrirmyndir, að mati Breivik Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31