Sjávarútvegurinn skiptir ekki máli 13. október 2005 19:12 "Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Niðurstöður nýrrar skýrslu um hágengi sem margir innan sjávarútvegs hafa beðið eftir liggja fyrir og þrátt fyrir að útvegsfyrirtæki búi við erfið rekstarskilyrði þykir vart tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar í heild. Þessar upplýsingar eru ekki uppörvandi fyrir marga sem von áttu á raunhæfum tillögum frá nefndinni á borð við Samtök fiskvinnslustöðva og Björgólfur segir þetta lýsandi dæmi um að sjávarútvegurinn sé hættur að skipta máli í þjóðarbúskapnum. "Ég átti í raun ekki von á neinum sérstökum tillögum frá nefndinni eins og aðrir enda nokkuð ljóst að hátt gengi krónunnar er eitthvað sem veltur á fjölmörgum þáttum og ekkert einfalt að bregðast við. Staðan er sú að við hjá Síldarvinnslunni höfum ákveðið að draga saman seglin eftir getu og meðal þess sem við gerðum var að hætta vinnslu á þorski í landi enda treystum við okkur ekki til að reka vinnslu á núllinu." Hágengisnefndin leggur fram tillögur til að stemma stigu við háu gengi en mælir ekki með neinni þeirra. Ekki sé viðunandi að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans en hækkun bankans á stýrivöxtum er ein meginástæða gengishækkunar. Frekar er talið ráðlegt að beita fjármálastefnu ríkisins til að gefa bankanum svigrúm til að draga úr aðhaldi með frestum stórframkvæmda og skattalækkanna. Bent er á að samkeppni ríkisins á íbúðalánamarkaði sé ein rót vandans og gefi það tilefni til að endurhugsa hlutverk Íbúðalánasjóðs. Ennfremur er bent á að lækkun veiðigjalds gæti haft jákvæð áhrif en ekki er mælt með slíku þar sem slík lækkun hefi engin áhrif á hag fiskvinnslunnar sem er sú grein sem höllustum fæti stendur. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir koma sér á óvart hversu sterkur íslenskur sjávarútvegur sé í heild sinni. "Afkoman þrátt fyrir allt er ekki verri en hún var allan síðasta áratug en kröfurnar eru orðnar meiri. En það er ekkert sem fram kemur í skýrslunni sem gefur tilefni til að fara í sértækar aðgerðir." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
"Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Niðurstöður nýrrar skýrslu um hágengi sem margir innan sjávarútvegs hafa beðið eftir liggja fyrir og þrátt fyrir að útvegsfyrirtæki búi við erfið rekstarskilyrði þykir vart tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar í heild. Þessar upplýsingar eru ekki uppörvandi fyrir marga sem von áttu á raunhæfum tillögum frá nefndinni á borð við Samtök fiskvinnslustöðva og Björgólfur segir þetta lýsandi dæmi um að sjávarútvegurinn sé hættur að skipta máli í þjóðarbúskapnum. "Ég átti í raun ekki von á neinum sérstökum tillögum frá nefndinni eins og aðrir enda nokkuð ljóst að hátt gengi krónunnar er eitthvað sem veltur á fjölmörgum þáttum og ekkert einfalt að bregðast við. Staðan er sú að við hjá Síldarvinnslunni höfum ákveðið að draga saman seglin eftir getu og meðal þess sem við gerðum var að hætta vinnslu á þorski í landi enda treystum við okkur ekki til að reka vinnslu á núllinu." Hágengisnefndin leggur fram tillögur til að stemma stigu við háu gengi en mælir ekki með neinni þeirra. Ekki sé viðunandi að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans en hækkun bankans á stýrivöxtum er ein meginástæða gengishækkunar. Frekar er talið ráðlegt að beita fjármálastefnu ríkisins til að gefa bankanum svigrúm til að draga úr aðhaldi með frestum stórframkvæmda og skattalækkanna. Bent er á að samkeppni ríkisins á íbúðalánamarkaði sé ein rót vandans og gefi það tilefni til að endurhugsa hlutverk Íbúðalánasjóðs. Ennfremur er bent á að lækkun veiðigjalds gæti haft jákvæð áhrif en ekki er mælt með slíku þar sem slík lækkun hefi engin áhrif á hag fiskvinnslunnar sem er sú grein sem höllustum fæti stendur. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir koma sér á óvart hversu sterkur íslenskur sjávarútvegur sé í heild sinni. "Afkoman þrátt fyrir allt er ekki verri en hún var allan síðasta áratug en kröfurnar eru orðnar meiri. En það er ekkert sem fram kemur í skýrslunni sem gefur tilefni til að fara í sértækar aðgerðir."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira