Þingforseti kveður 11. maí 2005 00:01 Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Mörg mál bíða afgreiðslu og gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, starfshætti þingsins að umtalsefni. Hann sagði það ekki lengur í takt við tímann að ljúka þinghaldi í fyrri hluta maí og koma aftur saman í byrjun október ár hvert. Hann lagði til að þinghald stæði út júnímánuð ár hvert og hæfist aftur um miðjan september. "Þingið getur starfað í þremur lotum, að hausti og í tveimur lotum eftir áramót." Kristinn upplýsti að nú biðu um 30 frumvörp fyrstu umræðu, þar af fimm sem lögð voru fram fyrir áramót. 25 þessara frumvarpa komu fram fyrir meira en tveimur mánuðum og 65 umræður bíða. Kristinn segir þingmenn vilja fá þingmál sín rædd en til þess gefist ekki tími. "Það er ekki gott að stór og mikilvæg mál séu lögð seint fram og gefinn stuttur tími til umræðna og enn styttri tími til umfjöllunar í þingnefndum. Við þetta verður ekki unað lengur." Byndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, tók undir orð Kristins en gat þess að Rannveig Guðmundsdóttir hefði lagt fram tillögu um að þing stæði til 15. júní og kæmi aftur saman um miðjan september ár hvert. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, kvað fráleitt að miða þingstörfin við sauðburð að vori og göngur að hausti. Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, taldi brýnt að forðast endurflutning mála. Það mætti gera með því að halda málum vakandi milli þinga. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði að nú væru 126 þingsályktunartillögur óafgreiddar. Nauðsynlegt væri að breyta starfsháttum þingsins til að ná betri árangri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. Mörg mál bíða afgreiðslu og gerði Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, starfshætti þingsins að umtalsefni. Hann sagði það ekki lengur í takt við tímann að ljúka þinghaldi í fyrri hluta maí og koma aftur saman í byrjun október ár hvert. Hann lagði til að þinghald stæði út júnímánuð ár hvert og hæfist aftur um miðjan september. "Þingið getur starfað í þremur lotum, að hausti og í tveimur lotum eftir áramót." Kristinn upplýsti að nú biðu um 30 frumvörp fyrstu umræðu, þar af fimm sem lögð voru fram fyrir áramót. 25 þessara frumvarpa komu fram fyrir meira en tveimur mánuðum og 65 umræður bíða. Kristinn segir þingmenn vilja fá þingmál sín rædd en til þess gefist ekki tími. "Það er ekki gott að stór og mikilvæg mál séu lögð seint fram og gefinn stuttur tími til umræðna og enn styttri tími til umfjöllunar í þingnefndum. Við þetta verður ekki unað lengur." Byndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, tók undir orð Kristins en gat þess að Rannveig Guðmundsdóttir hefði lagt fram tillögu um að þing stæði til 15. júní og kæmi aftur saman um miðjan september ár hvert. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, kvað fráleitt að miða þingstörfin við sauðburð að vori og göngur að hausti. Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni, taldi brýnt að forðast endurflutning mála. Það mætti gera með því að halda málum vakandi milli þinga. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði að nú væru 126 þingsályktunartillögur óafgreiddar. Nauðsynlegt væri að breyta starfsháttum þingsins til að ná betri árangri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira