Sakaði stjórnarflokkana um svik 11. maí 2005 00:01 Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira