Í mál við ríkið vegna eignaupptöku 11. maí 2005 00:01 Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði