Dísilolían lækkar um 5 krónur 7. maí 2005 00:01 Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira