Full alvara með eigin vegaáætlun 7. maí 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira